Þorrablót 2015

janúar 27th, 2015 Posted in Ísfólkid | Comments Off

Við erum komin með selda miða til þolmagns salarins, og því er miðasalan lokuð hér með. Sendið póst á stefan.sigurjonsson@gmail.com til að komast á biðlista eftir miðum (ef við getum bætt við fólki eða ef einhverjir hætta við)

/////////////////////////

We have sold tickets to fill the capacity of the hall we booked, you can send an email to stefan.sigurjonsson@gmail.com to get on a waitlist (if we can stretch the capacity of the hall a bit or of people cancel their booking.)

————————————————–

Matseðill  /  Menu:

Hangikjöt  /  Smoked and boiled lamb

Svið  /  Boiled Sheep’s head

Grafinn lax  /  Gravlax

Reyktur lax  /  Smoked Salmon

Harðfiskur  /  Wind-dried Fish

Ný Grísasulta / Fresh Pig head jam

Lundabaggar  /  Cured sheep’s loins

Súr Lambasviðasulta  /  Sour Sheep’s head jam

Ný Lambasviðasulta  /  Fresh Sheep’s head jam

Súr Blóðmör  /  Sour Blood Pudding

Soðin Blóðmör  /  Fresh Boiled Blood Pudding

Súrsuð eystu  /  Fermented Ram’s testicles

Hákarl  /  Fermented Shark

Súr Lifrapylsa  /  Sour Liver Sausage

Ný Lifrapylsa  /  Fresh Liver Sausage

Rófur  /  Rutabaga

Flatbökur  /  Thin Rye Bread

Ora baunir  /  Peas

Kartöflumús  /  Mashed Potatoes

Félagsgjöld 2012-2013

september 7th, 2012 Posted in Ísfólkid | Comments Off

Félagsgjald Íslendingafélagsins í Boston er $40 fyrir fjölskyldur, $30 fyrir pör og $20 fyrir einstaklinga.
The annual dues for the Icelandic Association of Boston is $40 for families, $30 for couples and $20 for individuals.

Please send us e-mail with your name and address when you have made the payment.

Árshátíð Ísfólksins

apríl 11th, 2012 Posted in Ísfólkid | Comments Off

Árshátíð Ísfólksins 2012

Árshátíð Ísfólksins í Boston verður haldin laugardaginn 21. apríl nk. kl. 19.00 / 7 pm
á veitingastaðnum Petit Robert Central, sem er downtown Boston.

http://www.petitrobertcentral.com

Á dagskrá verða frábær skemmtiatriði
auk happdrættis með stórglæsilegum vinningum!

Miðaverð:
$ 50 fyrir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjöld 2011-2012
$ 45 fyrir námsmenn
$ 60 fyrir aðra

Innifalið í miðaverði eru fordrykkur og þríréttað hlaðborð.

Hægt er að greiða á öruggan og einfaldan hátt með korti í gegnum Google Checkout.

Einnig er hægt að senda tékka, stílaðan á The Icelandic Society of Boston og senda hann á 

The Icelandic Society of Boston
c/o Gudrun Sigurdardottir
91 Fuller Street, Apt 3
Brookline, MA 02446

Kveðja,

Ísfólkið

Félagsgjöld 2011-2012

nóvember 30th, 2011 Posted in Ísfólkid | Comments Off

Félagsgjald Íslendingafélagsins í Boston er $40 fyrir fjölskyldu og $20 fyrir einstaklinga.
The annual dues for the Icelandic Association of Boston is $40 for families and $20 for individuals.

Please send us e-mail with your name and address when you have made the payment.

Jólaball laugardaginn 10.desember kl. 15-17

nóvember 29th, 2011 Posted in Ísfólkid | Comments Off

Hið árlega jólaball Ísfólksins í Boston verður haldið hátíðlegt laugardaginn 10.desember kl 15:00 – 17:00 í húsakynnum Scandinavian Living Center, (206 Walthan Street, West Newton, MA 2466).

Jólalögin verða sungin, dansað í kringum jólatréð og farið í leiki. Hver veit nema að rauðklæddur vinur frá Íslandi komi með góðgæti í poka fyrir yngri kynslóðina. Félagið býður upp á kaffi, te, djús og mandarínur en félagsmenn eru hvattir til að koma með eitthvað jólalegt góðgæti á kaffihlaðborðið.

Við mælum með því að þið æfið jólalögin með börnunum, en textana má finna efst á síðunni

Allir eru velkomnir, ungir sem aldnir. Jólaballið er kjörið tækfæri til að hitta samlanda yfir kaffi og kökum.

Aðgangseyrir er $20 fyrir fjölskyldur, $10 fyrir einstaklinga

Félagsmenn sem hafa greitt félagsgjöldin fá frítt inn

 

Félagsgjöld:

Fáliðuð stjórn Ísfólksins hefur ekki verið mjög virk í að rukka félagsgjöld í haust. Gjöldin eru $40 fyrir fjölskyldur, $20 fyrir einstaklinga. Félagsmenn fá talsverðan afslátt af viðburðum félagsins. Hægt verður að borga félagsgjöld á staðnum með reiðufé eða ávísun og fljótlega í gegnum Google Checkout hér á þessari síðu.