Ágúst fréttabréf — August Newsletter

ágúst 5th, 2007 Posted in Ísfólkid Please scroll down for English Fréttabréfið fjallar að þessu sinni um: 1. Sullað og spjallað / Playdate 2. Veitingahúsavika / Restaurant Week 3. Næsta Bjórkvöld / Next beernight 3. Hús til leigu / House for rent Kæru vinir, Við vonum að allir séu að njóta sumarsins. Fyrr í sumar héldum við uppá Þjóðhátíðardaginn heima hjá Írisi og Alex í Weymouth. Það mættu um það bil 60 manns og dagurinn var í alla staði vel heppnaður. Carberry´s bakaði pylsubrauðin og vinir og vandamenn fluttu inn SS pylsur, sinnep og steiktan fyrir okkur. Við þökkum öllum sem mættu og gerðu daginn skemmtilegan. Í júlí stóð fyrirtækið GoIceland fyrir íslandsdögum í Boston. Við vonum að þið hafið fengið tækifæri til að njóta íslandsdagana. Annars hefur verið rólegt hjá okkur í Íslendingafélaginu undanfarið og við í stjórninni höfum verið meira og minna á Íslandi í sumar. Við ætlum að halda leikhitting í ágúst og svo byrja bjórkvöldin í september. ***Sullað og spjallað *** Það verður leikhittingur eða „playdate" í Boston Common þriðjudaginn 14. ágúst kl. 10. Ef veðrið er gott opnar Frog Pond kl. 11 svo það er tilvalið að hafa með sundföt fyrir börnin. Eftir gott sull og leik verður eflaust kærkomið að fá sér pizzu saman í boði félagsins. Hvar: Á froskaleikvellinum í Boston Common Hvenær: Þriðjudaginn 14. ágúst kl. 10 Til að auðvelda undirbúning að þá væri gott að vita ef þú stefnir á að mæta. Endilega skrifaðu okkur tölvupóst á isfolkidboston@hotmail.com og láttu okkur vita ef þú og þínir koma. Elfa verður með lítið íslenskt flagg á kerrunni hans Tómasar annars er froskaleikvöllurinn ekkert voða stórt svæði og ekki mikil hætta á að fara á mis ***Veitingahúsavika*** Fyrir þá sem ekki vita það þá eru svokallaðar veitingahúsavikur framundan í Boston. Fyrsta vikan verður 5 til 10 ágúst og seinni vikan verður 12 til 17 ágúst. Hægt er að panta sér þríréttaðan hádegismat á bestu veitingahúsum bæjarins fyrir $20 og þríréttaðan kvöldmat fyrir $33. Frekari upplýsingar er hægt að finna á http://www.restaurantweekboston.com/ Það eru um það bil 125 veitingastaðir á Bostonsvæðinu sem taka þátt í veitingahúsavikunni og það er hægt að panta borð á OpenTable.com ***Bjórkvöld í september*** Næsta bjórkvöld verður haldið 21 September á Grafton Street Í Harvard Square. Við í stjórninni mætum klukkan sjö og vonandi sjáum við sem flesta. Eins og venjulega að þá verðum við með íslenskan fána sem við skellum á borðið svo þið getið fundið okkur. ***Einbýlishús til leigu*** Einbýlishús til leigu í einstaklega fjölskylduvænu hverfi í nágrenni Boston. Húsið er í bænum Dedham sem er skammt suðvestur af Boston og er um 15 - 20 mínútna lestarferð þaðan í miðbæ Boston. Stutt er í alla þjónustu og helstu samgönguæðar á borð við Commuter rail og 95 og 93. Mikið er af börnum í hverfinu og hentar húsið vel fyrir fjölskyldufólk. Á efri hæð hússins eru 3 svefnherbergi, baðherbergi og lítið vinnuherbergi. Á neðri hæð er stofa með arni, borðstofa og eldhús. Undir húsinu er kjallari með þvottahúsi, geymslu og klósetti. Frábær garður með palli og garðhúsgögnum. Bílskúr. Húsið er laust til leigu frá og með miðjum ágúst 2007. Áhugasamir vinsamlegast sendið fyrirspurnir til agustabj@gmail.com Með bestu kveðju, Vala, Margrét, Elfa, Íris, Sirrý og Thor Now in English Dear friends, We hope you are enjoying the summer and staying cool. Earlier this summer we celebrated June 17th in Weymouth in Íris and Alex´s backyard. About 60 people showed up and tasted Icelandic hotdogs and traditional Icelandic condiments. We would like to thank everyone who showed up and helped make the day a big success. Carberry's gets a very special thank you for providing the hot dog rolls. July was the month of Taste of Iceland; we hope you were able to attend some of the Icelandic related activities during the Taste of Iceland days. We on the board have been taking it easy this summer but we will have a play date for the kids in August and the monthly beer nights will resume in September ***Play date in the Commons*** Play date is planned for Tuesday August 14th at 10am in the Boston Commons, Frog Pond. Please bring swim suit for the kids. After swimming and playing the Icelandic Society we treat everyone to pizza. Where: Frog Pond, Boston Common When: for Tuesday August 14th at 10am Please RSVP to isfolkidboston@hotmail.com There will be an Icelandic flag on one of the stroller to help you find us. ***Restaurant Week Boston*** From Sunday, August 5 through Friday, August 10 and Sunday, August 12 - Friday, August 17, 2007 diners will enjoy 3-course lunches for $20.07 and/or dinners for $33.07at restaurants throughout Boston, Cambridge, the suburbs and beyond. Restaurant Week Boston is a perfect way to sample new restaurants and visit old favorites as chefs prepare 3 course meals for your dining pleasure. Reservations for many participating restaurants can be made online via OpenTable.com ***Next beernight is in September*** Next beernight will be September 21st at the good old Grafton Street Grill in Harvard Square. The beernight starts at 7pm and we will bring the Icelandic flag with us so you will not have any problem finding us. ***Single family house for rent*** 3 bedroom, 1 study, 2 bathroom single family house in family friendly Dedham is available for rent now. House is located close to commuter rail and to I-93 and I-95. House is on two floors. First floor has fireplace, dining room and kitchen. The basement has washer/dryer hookup, good storage space and bathroom. Great backyard with beautiful deck and deck furniture. Interested please contact agustabj@gmail.com for more information Regards, Vala, Margrét, Elfa, Íris, Sirrý og Thor

You must be logged in to post a comment.