Haustið 2009

september 15th, 2009 Posted in Ísfólkid Ísfólkið í Boston hefur verið í sumarfríi en nú hefst starfið af fullum krafti. Til þess að fá nýjustu upplýsingar um hvað er að gerast er best að skrá sig á póstlista félagsins með því að senda okkur póst á isfolkidboston hja gmail punktur com eda skrá sig í Facebook hópinn Ísfólkið Boston. Bjórkvöld Fyrsta bjórkvöld vetrarins verður 18. september á á Charlie´s Kitchen við Harvard Square frá kl 20 og frameftir. Stefnt er á að hafa bjórkvöld þriðja föstudag hvers mánaðar. Menningarmorgnar og íslenskukennsla Í fyrra stóð félagið mánaðarlega fyrir því sem við köllum menningarmorgna en það var hittingur í Norræna húsinu í Newton með það að markmiði að hlúa að íslenskri menningu og máli.  Þetta var mjög vinsælt hjá barnafjölskyldum á svæðinu en einnig þótti barnlausum gaman að koma og spjalla við landa sína, fá lánaðar bækur og skreppa í sænsku kaffiteríuna. Í vetur verður enn þá skemmtilegra hjá okkur og vonum við að sem flestir Íslendingar láti sjá sig a.m.k. einu sinni.  Það verður skipulögð dagskrá fyrir krakka á öllum aldri og íslenska dagatalið haft til hliðsjónar varðandi þema hvers mánaðar. Það er alltaf þörf fyrir aðstoð við kennslu og leiki með börnunum svo við hvetjum alla sem hafa áhuga á að vera með að hafa samband við isfolkidboston@gmail.com og setja menningarmorgunn sem efni pósts. Dagskrá Menningarmorgna veturinn 2009-2010 Kl. 10          Mæting og frjáls tími til að spjalla og leika sér kl. 10.30     Öllum hóað saman og tekið lagið, krakkahópnum skipt upp kl. 10.45     Kennsla fyrir eldri krakka, leikið, sungið og lesið með yngri krökkum Fyrir þá sem eru barnlausir er þetta kjörinn tími til að hjálpa til við kennsluna,  fara í kaffistofuna eða ná sér í lesefni af skiptibókamarkaðnum (lánum hvort öðru íslenskar bækur). kl. 12-13    Samsöngur,frjáls leikur, spjall yfir veitingum og tiltekt Hér er svo grind af dagskránni og dagsetningar svo þið getið tekið dagana frá: 12. September Hittumst í garði sem heitir Auburndale Cove http://www.ci.newton.ma.us/Parks/Permits/PDFs/picnicdirs.pdf Við ætlum að spjalla og kynnast nýju fólki, fara í leiki og jafnvel syngja saman. 10. október Haustþema: Tala um haustið á Íslandi, unnið með lopa, sungin haustlög 14. nóvember Segja frá íslensku jólasveinunum, Grýlu og Leppalúða.  Byrja að æfa jólalögin fyrir jólaballið 6. desember (athuga þetta er sunnudagur) Jólaball kl. 15 eða 16 16. janúar Þorri, ræðum gömlu mánaðaheitin og íslenska siði. Borðum  kannski einhvern gamaldags íslenskan mat. 13. febrúar Tala um bolludag, öskudag og sprengidag. Borða bollur! 13. mars Páska- og vorþema 10. apríl Sumarbingo og leikir úti ef veður leyfir. 8. maí Sýning - nánar auglýst er nær dregur Ef þið hafði einhverjar spurningar varðandi íslensku nám barna þá er hægt að hafa samband við Siggu kennara í tölvupósti siggagud@yahoo.com SMÁAUGLÝSINGAR Ø  Auglýsum eftir einhverjum til að leika jólasvein á jólaballi Ø  Óskum eftir áhugasömu fólki á öllum aldri í stjórn Ø  Auglýsum eftir gamalli ferðatösku til að nota undir kennsluefni á menningarmorgnum Ø  Auglýsum eftir undirleikara fyrir söng á menningarmorgnum. Ø  Hvetjum fólk til að mæta á menningarmorgna með bækur og blöð til að lesa Ø  Óskum eftir bókum um Ísland til að nota í kennslunni Ø  Okkur langar til að bæta heimasíðuna og auglýsum því hér með eftir aðstoð ykkar varðandi nytsamlegt efni eins og t.d. hagnýtum upplýsingum fyrir folk sem er að flytja hingað og eins fyrir þá sem ætla að flytja til Íslands.  Einnig ef þið hafið hugmyndir af sniðugum hlutum að gera á Boston svæðinu.

You must be logged in to post a comment.