Þorrablótið, uppselt!

febrúar 25th, 2011 Posted in Ísfólkid Hi The annual Midwinter festival is on Saturday. The event is sold out this year, so remember to get your ticket early next year! Fyrir þá sem ætla að mæta á laugardaginn á þorrablótið, þá viljum við minna á eftirfarandi atriði: Vegna fyrirspurna um klæðaburð, þá er "casual smart" sem gildir, sem sagt sparileg föt, en engin bindisskylda. Vegna lítils áhuga verður ekki boðið upp á rútuferðir, en við getum aðstoðað fólk við að vera samferða á hátíðina. Húsið opnar kl 18:00 með fordrykk Við setjumst til borðs kl 19:00 og hefjumst handa við að njóta þorrahlaðborðsins. Setið er við hringborð 10 sæti við hvert, og það er frjálst sætaval. Skemmtikraftarnir Diddi og Hjalti munu spila undir söng og skemmta fram eftir kvöldi. Skemmtiatriði frá gestum eða skemmtilegar ræður eru vel þegnar, en talið við veislustjórann fyrst Við bjóðum upp á vatn og kaffi með matnum og brennivín með hákarlinum, en annað áfengi megið þið taka með. Einn happadrættismiði fylgir hverjum miða, fleiri verða seldir á $5 stykkið, eða 5 fyrir $20 NB! hátíðin er haldin í Scandinavian living center sem er okkar venjulegi samkomusalur sem við viljum gjarnan hafa aðgang að áfram. Þetta er líka elliheimili og því megum við ekki vera með hávaða eftir kl 23, en við getum verið í salnum til kl 24. Athugið sérstaklega að salernin eru fyrir utan salinn í anddyrinu á elliheimilinu svo þar má alls ekki vera með nein læti. Happadrættisvinningar: - Flugmiðar fyrir tvo með Icelandair, - Icelandair Hotels bjóða gistingu í tvær nætur á hótel Loftleiðum með morgunverði - Gjafakort frá Bláa Lóninu: fyrir tvo í spa í betri stofunni og út að borða á Lava. - Gjafakörfur frá Blá lóninu - Gisting á fjallahótelinu Gray Ghost Inn í Vermont - Gjafakort frá Finnboga Tannlækni - Bolir og armbönd frá Rósa design - Gjafakort frá www.shopicelandic.is Matseðill Súr þorri Blóðmör, lifrapylsa, pungar, sviðasulta, bringukollar, lundabaggar og síðast en ekki síst hákarl Ósúr Þorri Ný sviðasulta, hangikjöt, heitt saltkjöt, jafningur með kartöflum, síldaréttir, harðfiskur, rúgbrauð, flatkökur og rófustappa. Skorið í sal Heilsteikt lambalæri með bernessósu, ofnbakaðar kartöflur, sallat og blandað rótargrænmeti. Eftirréttur Íslenskar rjómabollur með súkkulað

Sorry, comments for this entry are closed at this time.