Íslenskur Menningareftirmiðdagur, sunnudaginn 8. maí.

maí 3rd, 2011 Posted in Ísfólkid Íslenskur Menningareftirmiðdagur, sunnudaginn 8. maí. Monthly meeting of the Icelandic association of Boston with family fun and outdoor games. This is the last event of the winter so we will have free entry this time and order pizza and drinks. Please let us know if you are coming by signing up on the Facebook event or reply to this e-mail. Time Sunday, May 8 · 2:00pm - 5:00pm Location Scandinavian Living Center, Newton Það er komið að síðasta hittingi vetrarins. Til að fagna vorinu og ánægjulegu ári ætlum við að hafa "útidag" með leikjum og skemmtilegheitum. Ef það er rigning verðum við inni á sama stað og venjulega Nú hafið þið 4-5 daga til að rifja upp gamla og góða leiki sem við getum öll tekið þátt í. Við hvetjum alla til að mæta í góðum hlaupaskóm og teygja vel í upphafi til að forðast meiðsl. Við stefnum á að panta pizzur og koma með drykki fyrir alla svo endilega tilkynnið þátttöku sem fyrst. Til hátíðabrigða verður aðgangseyrir enginn 🙂 Viltu taka þátt í stjórn Ísfólksins í Boston? Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt að skipuleggja starf Íslendingafélagsins næsta vetur mega hafa samband við okkur, með tölvupósti eða spjalla við stjórnarmeðlimi á Sunnudaginn. Bæði Katrín og Snævar munu hætta fljótlega þar sem þau eru að flytja frá Boston. kveðja Stjórn Ísfólksins Katrín Sigurðardóttir Íris Valsdóttir Snævar Sigurðsson Greta Samúelsdóttir

Sorry, comments for this entry are closed at this time.