Sæti í stjórn Ísfólksins og dagskrá vetrarins

nóvember 4th, 2011 Posted in Ísfólkid Kæru félagsmenn, Okkur langar til að byrja á að þakka Katrínu Sigurðardóttur og Snævari Sigurðssyni fyrir frábært starf í stjórn Ísfólksins í Boston. Þetta ágæta fólk kvaddi Boston í sumar vegna búferlaflutninga. Djúpt skarð er í starfsemi félagsins við brottför þeirra, ekki síst í samskiptum á Facebooksíðu félagsins. Þess vegna viljum við nota tækifærið og óska hér með eftir liðtæku fólki til að taka sæti í stjórninni til að sinna Facebook-samskiptum og við að uppfæra heimasíðuna félagsins. Einnig óskum við eftir stjórnarmanni sem er tilbúinn að taka af skarið og leiða starf Þorrablótsnefndarinnar. Starf stjórnarinnar er nokkuð einfalt, því þarf þó að sinna. Hver stjórnarmaður hefur sitt ábyrgðarsvið og ef einhverjir félagsmenn fá góðar hugmyndir þá eru þeir hvattir til að taka af skarið og koma því til leiðar. Áhugasamir eru beðnir um að senda svar á isfolkidboston@gmail.com. Dagskrá vetrarins er með hefðbundnu sniði. Bjórkvöld verða einu sinni í mánuði á einhverju af öldurhúsum borgarinnar. Menningardagurinn er einnig mánaðarlega í Scandinavian Living Center í Newton. Þar er krökkunum kennt um íslenska menningu og siði, sungið, föndrað og spjallað um heima og geima yfir kaffi og kökum. Jólaball verður haldið laugardaginn 10. desember og ráðgert er að halda Þorrablót í febrúar, þ.e. ef nógu margir sjálfboðaliðar bjóða fram krafta sína í undirbúningsnefnd. Þá er á döfinni að halda vorleikja-aðalfund í apríl eða maí og síðast en ekki síst verður 17.júní haldinn hátíðlegur. Með ósk um góðar undirtektir, Stjórn Ísfólksins Íris Valsdóttir, formaður Guðrún Mjöll Sigurðardóttir, umsjón menningardaganna Greta Mjöll Samúlesdóttir, umsjón með bjórkvöldum Björg Sæmundsdóttir, umsjón með félagatali og tölvupóstssamskiptum

Sorry, comments for this entry are closed at this time.