Jólaball laugardaginn 10.desember kl. 15-17

nóvember 29th, 2011 Posted in Ísfólkid Hið árlega jólaball Ísfólksins í Boston verður haldið hátíðlegt laugardaginn 10.desember kl 15:00 – 17:00 í húsakynnum Scandinavian Living Center, (206 Walthan Street, West Newton, MA 2466). Jólalögin verða sungin, dansað í kringum jólatréð og farið í leiki. Hver veit nema að rauðklæddur vinur frá Íslandi komi með góðgæti í poka fyrir yngri kynslóðina. Félagið býður upp á kaffi, te, djús og mandarínur en félagsmenn eru hvattir til að koma með eitthvað jólalegt góðgæti á kaffihlaðborðið. Við mælum með því að þið æfið jólalögin með börnunum, en textana má finna efst á síðunni Allir eru velkomnir, ungir sem aldnir. Jólaballið er kjörið tækfæri til að hitta samlanda yfir kaffi og kökum. Aðgangseyrir er $20 fyrir fjölskyldur, $10 fyrir einstaklinga Félagsmenn sem hafa greitt félagsgjöldin fá frítt inn   Félagsgjöld: Fáliðuð stjórn Ísfólksins hefur ekki verið mjög virk í að rukka félagsgjöld í haust. Gjöldin eru $40 fyrir fjölskyldur, $20 fyrir einstaklinga. Félagsmenn fá talsverðan afslátt af viðburðum félagsins. Hægt verður að borga félagsgjöld á staðnum með reiðufé eða ávísun og fljótlega í gegnum Google Checkout hér á þessari síðu.

Sorry, comments for this entry are closed at this time.