Lífið í Boston

We are sorry that the following information is only in Icelandic, please feel free to contact the society with any questions. Hér eru upplýsingar sem geta nýst nýjum sem og reyndari Bostonbúum, endilega sendið okkur póst með því sem ykkur finnst vanta og með ábendingum sem þið viljið deila með löndum ykkar. Smáauglýsingar, leiguhúsnæði og notað og nýtt dót: boston.craigslist.org Verslun Pæju búðir fyrir konuna Verslunarmiðstöðvar (Malls) Barnaföt og barnaskór Dægradvöl Skemmtilegir staðir til að fara með börnin Óperan, Synfónían og Balletinn Sundlaugar í Cambridge Leikskólar og Grunnskólar á svæðinu Leikskólar Grunnskólar Íslenskuskólinn Að hafa samband heim Símakort Skype Hitt og Þetta Hárgreiðslustofur Verslun Pæju búðir fyrir konuna:
 • HM er staðsett í Downtown Crossing, 350 Washington Street og einnig í Gallería mall. Það er vert að benda á að H&M í Gallería er bara með dömudeild...ekkert fyrir krakka og karlmenn. En Downtown Crossing búðin er fyrir alla fjölskylduna. http://www.hm.com
 • Urban Outfitters er flott búð sem hægt er að finna á Newbury street og Harvard Square. http://www.urbanoutfitters.com/
 • það þekkja allir Gap, OldNavy og Banana Republic: Gap er jafnvinælt og McDonalds og er á hverju skveri. Gap - www.gap.comOld Navy og Banana Republic eru ekki alveg eins auðfundnar en þú þarft ekki að leita lengi þar til þú finnur frænkur Gap sins, Old Navy er hægt að finna í Gallería Mall -www.oldnavy.comBanana Republic er í Faneuil Hall, Galleria Mall, Newbury Street og öllum helstu mollid á Boston svæðinu.- Banana Republic http://www.bananarepublic.com
Verslunarmiðstöðvar
 • Galleria Mall í Cambridge http://www.cambridgesidegalleria.com . Þar eru að finna allar helstu verslanir. Til að komast í Gallería mall er best að taka rauðu línuna til Kendall square og annað hvort ganga (15min) eða bíða eftir ´The Wave´sem er ókeypis strætó sem fer frá Kendall Square lestarstoppustöðinni í Gallería. Það er líka hægt að taka Grænu línuna að Gallería og fara þá út á Lechmere.
 • Prudential Centre mall í Copley Square er flott mall. http://www.prudentialcenter.com . Græna línan fer með þig í Prudential Mallið, Copley og Prudential stoppin eru bæði við mallið.
 • Newberry Street er skemmtileg verslunargata sem hægt er að finna vinsælustu keðjuverslanirnar ásamt skemmtilegum bútík búðum.
Barnaföt og barnaskór
 • Gap, Old Navy, Gymboree og einnig Childrens place ( http://www.childrensplace.com) eru allar þrælfínar
 • Íslenskar mæður í Boston mæla með Stride Rite fyrir barnaskó http://www.striderite.com/. Þar er hægt að fá Steinar Waage gæða skó á börnin. Þessi búð er í Burlington Mall en þeir eru einnig með góða netverslun.
 • Target, allir eru sammála að Target (www.target.com) er frábær búð. Þar er hægt að fá ódýr og falleg barnaföt og barnaskó. Það fæst í rauninni allt í Target. Rafmagnstæki, handklæði, rúmföt, skólavörur og svo má lengi telja.
Dægradvöl Skemmtilegir staðir til að fara með börnin Óperan, Balletinn, Synfónían og fleira Sundlaugar í Cambridge Það er sundlaug við Cambridge Rindge and Latin High School (CRLS): Gengið er inn á 1643 Cambridge Street. Það er einnig sundlaug við Memorial Drive og busllaug á Soldier´s Field Road Leikskólar og Grunnskólar á svæðinu Grunnskólar Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar börnin byrja í skóla.
 • Frekari upplýsingar um skólaskráningu í Cambridge er að finna á eftirfarandi síðu. http://www.cpsd.us/FRC/K_reg.cfm .
 • Íslensk börn sem eru nýflutt og kunna ekki enn ensku geta skráð sig í SEI (Sheltered English Immersion) bekki í Tobin, Graham&Parks og Kings skólum í Cambridge.
 • Cambridge Public School Distirct http://www.cpsd.us/
 • Á þessarisíðu er hægt að finna alla skóla í MA og bera þá saman. http://www.greatschools.net/modperl/go/MA
Leikskólar Leikskólar á Boston svæðinu eru flestir einkareknir eða reknir af samtökum í samvinnu við foreldra. Á eftirfarandi síðum má finna upplýsingar um leikskóla á svæðinu. Það er mikilvægt að sækja tímanlega um pláss á leikskólum því færri komast að en vilja. Gott er að vera búin að sækja um í lok mars fyrir skólaár sem byrjar í september. Hægt er að fá pláss allan daginn eða hluta úr degi, eða bara ákveðna daga í viku en það fer alveg eftir leikskólunum. Fæstir leikskólar bjóða upp á heitan mat í hadeginu og þurfa því börnin að koma með nesti. Íslenskuskólinn á netinu Íslenskuskólinn er skóli fyrir íslensk börn á aldrinum 3-15 ára (fædd 1989-2001) sem búsett eru erlendis. Það eru yfir 400 nemendur sem búsettir eru í 29 löndum skráðir í skólann. http://www.netskoli.is/adalsida.asp?Stofnun=2 Að hafa samband heim Símakort Íslendingar á svæðinu hafa haft góða reynslu af Nobel Com símakortum. http://www.nobelcom.com/ Skype Skype er hugbúnaður sem auðvelt er að setja upp (imba-proof) og er ókeypis, og það sem er enn betra, það er ókeypis að hringja á milli notenda - og sambandið heim er fínt, oft betra en í síma www.skype.com Hitt og Þetta Hárgreiðslustofur Vert er að minnast á hvar er hægt að finna góðar hárgreiðslustofur þar sem það er oft kvíðaefni fyrir íslenskar konur sem eru vanar tipptopp klippingu og strípum. Íslenskar konur sem búsettar eru í Boston mæla með Joi Salon sem staðsett er á 2 Atlantic Avenue í Boston. Jensy klippari er í miklu uppáhaldi. Joi Salon: http://www.joisalon.com/joi/poli.html