Sæti í stjórn Ísfólksins og dagskrá vetrarins

nóvember 4th, 2011 Posted in Ísfólkid | Slökkt á athugasemdum við Sæti í stjórn Ísfólksins og dagskrá vetrarins Kæru félagsmenn, Okkur langar til að byrja á að þakka Katrínu Sigurðardóttur og Snævari Sigurðssyni fyrir frábært starf í stjórn Ísfólksins í Boston. Þetta ágæta fólk kvaddi Boston í sumar vegna búferlaflutninga. Djúpt skarð er í starfsemi félagsins við brottför þeirra, ekki síst í samskiptum á Facebooksíðu félagsins. Þess vegna viljum við nota tækifærið og óska hér með eftir liðtæku fólki til að taka sæti í stjórninni til að sinna Facebook-samskiptum og við að uppfæra heimasíðuna félagsins. Einnig óskum við eftir stjórnarmanni sem er tilbúinn að taka af skarið og leiða starf Þorrablótsnefndarinnar. Starf stjórnarinnar er nokkuð einfalt, því þarf þó að sinna. Hver stjórnarmaður hefur sitt ábyrgðarsvið og ef einhverjir félagsmenn fá góðar hugmyndir þá eru þeir hvattir til að taka af skarið og koma því til leiðar. Áhugasamir eru beðnir um að senda svar á isfolkidboston@gmail.com. Dagskrá vetrarins er með hefðbundnu sniði. Bjórkvöld verða einu sinni í mánuði á einhverju af öldurhúsum borgarinnar. Menningardagurinn er einnig mánaðarlega í Scandinavian Living Center í Newton. Þar er krökkunum kennt um íslenska menningu og siði, sungið, föndrað og spjallað um heima og geima yfir kaffi og kökum. Jólaball verður haldið laugardaginn 10. desember og ráðgert er að halda Þorrablót í febrúar, þ.e. ef nógu margir sjálfboðaliðar bjóða fram krafta sína í undirbúningsnefnd. Þá er á döfinni að halda vorleikja-aðalfund í apríl eða maí og síðast en ekki síst verður 17.júní haldinn hátíðlegur. Með ósk um góðar undirtektir, Stjórn Ísfólksins Íris Valsdóttir, formaður Guðrún Mjöll Sigurðardóttir, umsjón menningardaganna Greta Mjöll Samúlesdóttir, umsjón með bjórkvöldum Björg Sæmundsdóttir, umsjón með félagatali og tölvupóstssamskiptum

17. júní hátíð 2011

júní 4th, 2011 Posted in Ísfólkid | Slökkt á athugasemdum við 17. júní hátíð 2011 Kæru Íslendingar og vinir Íslendingafélagið í Boston og nágrenni, Ísfólkið, hefur iðulega boðið upp á skemmtun í sambandi við þjóðhátíðardaginn. Allir Íslendingar og vinir og vandamenn velkomnir. Að venju verður haldið upp á 17 júní heima hjá Írisi og Alex í Weymouth.
 Við hittumst í garðinum þeirra laugardaginn 18. júní frá 14:00-17:00. Boðið verður upp á pylsur og drykki. Endilega komið með bakkelsi.
 Við hvetjum alla til að mæta, frítt fyrir þá sem borga félagsgjöld en 5$ fyrir aðra Iceland's Independence Day celebration will be held at Iris’ & Alex’s house Saturday June 18th from 2-3 PM. We will provide hot dogs and soft drinks. Feel free to bring a side dish. 
 We welcome everyone, this is a free event for paying members of Isfolkid, for others $5. Location: 49 Tower Ave Weymouth, MA 02190 Sjáumst Stjórnin

Íslenskur Menningareftirmiðdagur, sunnudaginn 8. maí.

maí 3rd, 2011 Posted in Ísfólkid | Slökkt á athugasemdum við Íslenskur Menningareftirmiðdagur, sunnudaginn 8. maí. Íslenskur Menningareftirmiðdagur, sunnudaginn 8. maí. Monthly meeting of the Icelandic association of Boston with family fun and outdoor games. This is the last event of the winter so we will have free entry this time and order pizza and drinks. Please let us know if you are coming by signing up on the Facebook event or reply to this e-mail. Time Sunday, May 8 · 2:00pm - 5:00pm Location Scandinavian Living Center, Newton Það er komið að síðasta hittingi vetrarins. Til að fagna vorinu og ánægjulegu ári ætlum við að hafa "útidag" með leikjum og skemmtilegheitum. Ef það er rigning verðum við inni á sama stað og venjulega Nú hafið þið 4-5 daga til að rifja upp gamla og góða leiki sem við getum öll tekið þátt í. Við hvetjum alla til að mæta í góðum hlaupaskóm og teygja vel í upphafi til að forðast meiðsl. Við stefnum á að panta pizzur og koma með drykki fyrir alla svo endilega tilkynnið þátttöku sem fyrst. Til hátíðabrigða verður aðgangseyrir enginn 🙂 Viltu taka þátt í stjórn Ísfólksins í Boston? Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt að skipuleggja starf Íslendingafélagsins næsta vetur mega hafa samband við okkur, með tölvupósti eða spjalla við stjórnarmeðlimi á Sunnudaginn. Bæði Katrín og Snævar munu hætta fljótlega þar sem þau eru að flytja frá Boston. kveðja Stjórn Ísfólksins Katrín Sigurðardóttir Íris Valsdóttir Snævar Sigurðsson Greta Samúelsdóttir

Menningareftirmiðdagur

apríl 8th, 2011 Posted in Ísfólkid | Slökkt á athugasemdum við Menningareftirmiðdagur The monthly Icelandic get together is This Sunday, April 10th, from 2pm to 5 pm Nú á sunnudaginn er komið að næsta menningareftirmiðdegi Ísfólksins. Ekki missa af skemmtilegum degi þar sem börnin fræðast um íslenskar hefðir tengdar vorinu og farfuglunum. Farið verður í leiki, sungið og föndrað. “Nefndin” mætir með kaffi og vatnsflöskur, en við vonum að sem flestir taki með sér eitthvað gott að maula á. Staðsetning sú sama og vanalega: Scandinavian living center 206 Waltham Street Newton, MA 02465

Bjorkvold

mars 17th, 2011 Posted in Ísfólkid | Slökkt á athugasemdum við Bjorkvold Hi This Friday the Icelandic pub night is back. We will meet at the Irish Pub LIR on Boylston street and we have a table reserved up stairs from 8:30. There are other Icelandic activities in town during the weekend, so check this out: http://www.icelandnaturally.com/taste-of-iceland---boston/ Those who like to stay up late after the pub night can go and enjoy the music played by the Icelandic DJ Baldur from 1:30 am Pictures from the Thorroblot can be found here, https://picasaweb.google.com/isfolkidboston/ThorrablotFeb262011 as well as a video on the Facebook page. If you have any good pictures that you would like to share you can upload them there or to the facebook page. http://www.facebook.com/video/video.php?v=472850214057&oid=193167414043436&comments&ref=nf