1.Bráðum koma
(Jóhannes úr Kötlum)
Bráðum koma blessuð jólin
börnin fara að hlakka til.
Allir fá þá eitthvað fallegt
í það minnsta kerti´ og spil.
Hvað það verður veit nú enginn,
vandi er um slíkt að spá.
En eitt er víst að alltaf verður
ákaflega gaman þá.
Máske þú fáir menn úr tini,
máske líka þetta kver.
Við skulum bíða og sjá hvað setur
seinna vitnast hvernig fer.
En ef þú skyldir eignast kverið,
ætlar það að biðja þig
að fletta hægt og fara alltaf
fjarskalega vel með sig.
2. Gekk ég yfir sjó og land
Gekk ég yfir sjó og landGekk ég yfir sjó og land
og hitti þar einn gamlan mann,
spurði hann og sagði svo:
Hvar áttu heima?
Ég á heima á Klapplandi, Klapplandi,
Klapplandi.
Ég á heima á Klapplandi,
Klapplandinu góða.
(Stapplandi, Grátlandi,Hnerrlandi Hlælandi,Hvísllandi og Íslandi). 3. Jólasveinar einn og átta
(Þjóðvísa/F Montrose)
Jólasveinar einn og átta,
ofan komu af fjöllunum,
í fyrrakvöld þeir fóru að hátta,
fundu hann Jón á Völlunum.
Andrés stóð þar utan gátta,
það átti að færa hann tröllunum.
Þá var hringt í Hólakirkju
Öllum jólabjöllunum.4. Göngum við í kringum
Göngum við í kringum einiberjarunn,
einiberjarunn, einiberjarunn.
Göngum við í kringum einiberjarunn,
snemma á mánudagsmorgni.
Svona gerum við er við þvoum okkar þvott,
þvoum okkar þvott, þvoum okkar þvott,
svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott,
snemma á mánudagsmorgni.
Snemma á Þriðjudagsmorgni: Vindum okkar þvott
Snemma á Miðvikudagsmorgni: Hengjum okkar þvott
Snemma á Fimmtudagsmorgni: Teygjum okkar þvott
Snemma á Föstudagsmorgni: Straujum okkar þvott
Snemma á Laugardagsmorgni: Skúrum okkar gólf
Snemma á Sunnudagsmorgni: Greiðum okkar hár
Seint á Sunnudagsmorgni: Göngum kirkjugólf.
5. Ég sá mömmu kyssa jólasvein
(Hinrik Bjarnason/T Connor)
Ég sá mömmu kyssa jólasvein,
við jólatréð í stofunni í gær.
Ég læddist létt á tá
til að líta gjafir á,
hún hélt ég væri steinsofandi
Stínu dúkku hjá,
og ég sá mömmu kitla jólasvein
og jólasveinnin út um skeggið hlær.
Já sá hefði hlegið með
hann pabbi minn hefð'ann séð
mömmu kyssa jólasvein í gær. 6. Adam átti syni sjö
Adam átti syni sjö,
sjö syni átti Adam.
Adam elskaði alla þá
og allir elskuðu Adam.
Hann sáði, hann sáði,
hann klappaði saman lófunum,
stappaði niður fótunum,
ruggaði sér í lendunum
og sneri sér í hring.7. Í skóginum stóð kofi einn.( Hrefna Tynes/Erlent )
Í skóginum stóð kofi einn,
sat við gluggann jólasveinn.
Þá kom lítið héraskinn
sem vildi komast inn.
"Jólasveinn, ég treysti á þig,
veiðimaður skýtur mig!
"Komdu litla héraskinn,
því ég er vinur þinn.8. Jólasveinar ganga um gólf
(Friðrik Bjarnason/Þjóðvísa)
Jólasveinar ganga um gólf
Með gildan staf í hendi
móðir þeirra sópar gólf
og flengir þá með vendi
Uppá stól
stendur mín kanna;
níu nóttum fyrir jól
þá kem ég til manna.------eldri útgáfa-----
Jólasveinar ganga um golf
með gildan staf í hendi
móðir þeirra hrýn við hátt
og hýðir þá með vendi
Uppá hól
stend ég og kanna;
níu nóttum fyrir jól
þá kem ég til manna9. Nú skal segja.
Nú skal segja, nú skal segja
hvernig litlar telpur gera:
Vagga brúðu, vagga brúðu
-og svo snúa þær sér í hring.
Nú skal segja
Nú skal segja, nú skal segja
hvernig litlir drengir gera:
Sparka bolta, sparka bolta
-og svo snúa þeir sér í hring.
Nú skal segja
Nú skal segja, nú skal segja
hvernig ungar stúlkur gera:
Þær sig hneigja, þær sig hneigja
-og svo snúa þær sér í hring.
Nú skal segja
Nú skal segja, nú skal segja
hvernig ungir piltar gera:
Taka ofan, taka ofan
-og svo snúa þeir sér í hring.
Nú skal segja
Nú skal segja, nú skal segja
hvernig gamlar konur gera:
Prjóna sokka, prjóna sokka
-og svo snúa þær sér í hring.
Nú skal segja
Nú skal segja, nú skal segja
hvernig gamlir karlar gera:
Taka í nefið, taka í nefið
-og svo snúa þeir sér í hring.
Aattssjúu!!
10. Nú er Gunna á nýju skónum
(Ragnar Jóhannesson)
Nú er Gunna á nýju skónum,
nú eruað koma jól.
Siggi er á síðum buxum,
Solla á bláum kjól.
Solla á bláum kjól
Siggi er á síðum buxum,
Solla á bláum kjól.
Mamma er enn í eldhúsinu
eitthvað að fást við mat.
Indæla steik hún er að færa
upp á stærðar fat.
Pabbi enn í ógnarbasli
á með flibbann sinn.
"Fljótur, Siggi, finndu snöggvast
flibbahnappinn minn".
Kisu er eitthvað órótt líka,
út fer brokkandi.
Ilmurinn úr eldhúsinu
er svo lokkandi.
Jólatréð í stofu stendur,
stjörnuna glampar á.
Kertin standa á grænum greinum,
gul og rauð og blá. Mamma ber nú mat á borð
og mjallahvítan dúk,
hún hefur líka sett upp svuntu,
sem er hvít og mjúk.Á borðinu ótal bögglar standa,
bannað að gægjast í.
Kæru vinir, ósköp erfitt ,
er að hlýða því.Loksins hringja kirkjuklukkur,
kvöldsins helgi inn.
á aftansöng í útvarpinu,
allir hlusta um sinn.Nú er komin stóra stundin,
staðið borðum frá,
nú á að fara að kveikja á kertum,
kætast börnin smá.Ungir og gamlir ganga í kringum,
græna jólatréð.
dansa og syngja kátir krakkar,
kisu langar með.Stelpurnar fá stórar brúður,
strákurinn skíðin hál,
konan brjóstnál, karlinn vindla,
kisa mjólkurskál.Síðan eftir söng og gleði
sofna allir rótt,
það er venja að láta ljósin
loga á jólanótt.11. Bjart er yfir Betlehem(Ingólfur Jónsson/Enskt lag) Bjart er yfir Betlehem
blikar jólastjarna.
Stjarnan mín og stjarnan þín,
stjarna allra barna.
Var hún áður vitringum
vegaljósið skæra.
Barn í jötu borið var,
barnið ljúfa kæra.
Víða höfðu vitringar
vegi kannað hljóðir
fundið sínum ferðum á
fjöldamargar þjóðir.
Barst þeim allt frá Betlehem
birtan undur skæra.
Barn í jötu borið var,
barnið ljúfa kæra.
Barni gjafir báru þeir.
Blítt þá englar sungu.
Lausnaranum lýstu þeir,
lofgjörð drottni sungu.
Bjart er yfir Betlehem
blikar jólastjarna,
Stjarnan mín og stjarnan þín
stjarna allra barna.14. Skreytum hús
(Elsa E. Guðjónsson / Jólalag frá Wales)Skreytum hús með greinum grænum,
tra la la la la la la la la.
Gleði ríkja skal í bænum,
tra la la la la la la la la.
Tendrum senn á trénu bjarta,
tra la la la la la la la la.
Tendrum jól í hverju hjarta
tra la la la la la la la la.Ungir, gamlir - allir syngja:
Tra la la la la la la la la.
Engar sorgir hugann þyngja,
tra la la la la la la la la.
Jólabjöllur blíðar kalla,
tra la la la la la la la la.
boða frið um veröld alla
15. Það búa litlir dvergar
Það búa litlir dvergar
í björtum dal
á bak við fjöllin háu
í skógarsal.
Byggðu hlýja bæinn sinn,
brosir þangað sólin inn.
Fellin enduróma
allt þeirra tal.17 Heims um ból
(Sveinbjörn Egilsson/Franz Gruber) Heims um ból, helg eru jól,
signuð mær son Guðs ól,
frelsun mannanna, frelsisins lind,
frumglæði ljóssins, en gjörvöll mannkind
meinvill í myrkrunum lá
Heimi í hátíð er ný,
himneskt ljós lýsir ský,
liggur í jötunni lávarður heims,
lifandi brunnur hins andlega seims,
konungur lífs vors og ljós
Heyra má himnum í frá
englasöng: Allelúja.
Friður á jörðu því faðirinn er
fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér
samastað syninum hjá.18. Á jólunum er gleði og gaman(Friðrik Guðni/Spænskt þjóðlag) Á jólunum er gleði og gaman
fúm, fúm, fúm
Þá koma allir krakkar með
í kringum jólatréð.
Þá mun ríkja gleði og gaman,
allir hlæja og syngja saman
fúm, fúm, fúm!
Og jólasveinn með sekk á baki
fúm, fúm, fúm
Hann gægist inn um gættina
á góðu krakkana.
Þá mun ríkja gleði og gaman,
allir hlæja og syngja saman
fúm, fúm, fúm!
Á jólunum er gleði og gaman
fúm, fúm, fúm
Þá klingja allar klukkur við
og kalla á gleði og frið.
Þá mun ríkja gleði og gaman,
allir hlæja og syngja saman
fúm, fúm, fúm!
20. Skín í rauðar skotthúfur ( Friðrik Guðni Þórleifsson )
Skín í rauðar skotthúfur
skuggalangan daginn,
jólasveinar sækja að
sjást um allan bæinn.
Ljúf í geði leika sér
lítil börn í desember,
inn í frið og ró, út í frost og snjó
því að brátt koma björtu jólin,
bráðum koma jólin.
Uppi á lofti, inni í skáp
eru jólapakkar,
titra öll af tilhlökkun
tindilfættir krakkar.
Komi jólakötturinn
kemst hann ekki í bæinn inn,
inn í frið og ró, út í frost og snjó,
því að brátt koma björtu jólin,
bráðum koma jólin.
Stjörnur tindra stillt og rótt,
stafa geislum björtum.
Norðurljósin loga skær
leika á himni svörtum.
Jólahátíð höldum vér
hýr og glöð í desember
þó að feyki snjó þá í friði og ró
við höldum heilög jólin
heilög blessuð jólin.
22. Það á að gefa börnum brauð
Það á að gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum,
kertaljós og klæðin rauð,
svo komist þau úr bólunum,.
Væna flís af feitum sauð,
sem fjalla gekk á hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð,
gafst hún upp á rólunum.27. Pabbi segir
(Benedikt Gröndal/Rússneskt lag)
Babbi segir, babbi segir:
"Bráðum koma dýrðleg jól".
Mamma segir, mamma segir:
"Magga fær þá nýjan kjól".
Hæ, hæ, ég hlakka til,
hann að fá og gjafirnar.
Bjart ljós og barnaspil,
borða sætar lummurnar.