Um félagið

Tilgangur / Purpose Íslendingafélagið í Boston var stofnað 1996 og hefur um það bil 200 skráða félaga á öllum aldri. Tilgangur félagsins er að viðhalda íslenskri menningu og tungu meðal félagsmanna. Félagið er mjög virkt og stendur fyrir ýmsum uppákomum, þar á meðal: 17 júní fögnuði, bíódögum, kráarkvöldum þriðja föstudag hvers mánaðar, jólaballi, skautadögum og síðast en ekki síst árlegri Vorhátíð. Félagið sendir út mánaðarleg fréttabréf þar sem tilkynningum til félaga er komið á framfæri. Við reynum eftir bestu getu að láta félaga vita af því þegar íslenskir viðburðir eiga sér stað í Boston og nágrenni. Öll starfsemi félagsins er unnin í sjálfboðavinnu af 4 manna stjórn. Ef þú vilt koma einhverju á framfæri við félaga eða skrá þig á póstlistann geturðu sent okkur póst. In english: The Icelandic Society of Boston was established in 1996 and has about 200 members of all ages. The purpose of our society is to preserve our native language (Icelandic) and culture. Throughout the year, we host a variety of activities such as; Independence Day celebration (June 17th), movie nights (where we show Icelandic movies), pub night, Christmas party, family days (skating, picnics in the park) and an annual Thorrablot, which is our most popular event. The Icelandic Society of Boston is a non profit organization and all of the work on the behalf of the board members is volunteered. If you want to post information to members or register for our mailing list send us a mail. Or join our group on Facebook Stjórn 2010-11/ Board Íris Valsdóttir
Snævar Sigurðsson
Katrín Sigurðardóttir
Gréta Mjöll Samúelsdóttir